Monday, February 17, 2014

1.

Blogg æðið er enn og aftur að tröllríða litla Íslandi, þetta virðist ganga í hringi eins og svo margt annað.
Ég ákvað því að blása lífi í gömlu bloggsíðuna og byrja upp á nýtt. Mikið verður þetta gaman !
Það er svosem fínt að koma öllum þessum hugsunum og hugmyndum niður á ''blað'' sem fara í gegnum hausinn á mér á hverjum degi, sérstaklega þar sem ég er í fæðingarorlofi og stundum væri gaman að fá að komast úr kúkableyjum og slefslettum í að deila með ykkur öllu milli himins og jarðar því ég er alveg á því að 5 mánaða sonur minn sé löngu orðinn leiður á bullinu í mér.

Ætla að hafa þetta á stuttu nótunum í þetta sinn þar sem klukkan er orðin margt og allir í húsinu sofnaðir nema ég. Eftir að sonurinn sofnaði í kvöld og betri helmingurinn var á fundi fór ég á fullt í huganum að raða í drauma íbúðina mína. Margt er á óskalistanum og mikið væri nú gaman að fá tækifæri bráðlega til að framkvæma allt þetta gull og glingur. Hér eru nokkrir af þeim hlutum sem ég myndi ekki slá hendinni á móti í innbúið.1. Bourgie lampi í Króm litnum.
2. Iittala Kastehelmi kökudiskur á fæti.
3. Kitchenaid hrærivél í ljósbleikum lit, ágóðinn rennur til brjóstakrabbameinisrannsókna.
4. Nactmann Slice ávaxtaskál.
5. Eva Solo vatnskarafla.
6. Ravello fimm arma kertastjaki.
7. Magisso kökuhnífur/spaði úr stáli.
8. Iittala Aalto vasi.No comments: