Tuesday, February 18, 2014

Morgunkaffi

Fyrsti kaffibolli dagsins er sannkölluð himnasending eftir erfiðar og svefnlitlar nætur, sérstaklega þegar þeim stutta finnst ofsalega sniðugt að vakna á ókristilegum tíma og neitar að sofna aftur.
Ég hef aldrei verið spennt fyrir kaffi nema með miklum sykri og mikilli mjólk og þessvegna finnst mér alltaf spennandi að vakna á morgnanna vitandi það að ég er með mitt eigið ''mini'' kaffihús inni í eldhúsi og get útbúið mér það sem hugurinn girnist og notið morgunsins með stubbnum mínum.

Ég bestu kaffikönnu í heimi og drekk langbesta kaffi í heimi líka að mínu mati.
Kaffið sem ég drekk er frá Rombouts/Malongo, sem er lífrænt ræktað kaffi með einstökum bragðtegundum. Baunirnar eru handplokkaðar og meðhöndlaðar með blautri aðferð. Hver sekkur sem er keyptur er skoðaður og baunirnar síðan hægristaðar áður en þær eru settar í pakkningar.
Vörumerkin eru samheiti fyrir gæði og er boðið uppá kaffið á virtum hótelum, veitingastöðum, kaffihúsum og flugvöllum um allan heim svo sem París, New York, Dubai og fleiri stöðum.
Kaffið ber einnig Fairtrade merkið sem heillar mig mikið.
þegar þú kaupir vöru merkta Fairtrade getur þú verið viss um að þeir sem starfa við framleiðslu vörunnar lifa við mannsæmandi laun og lífskjör og því engin barnaþrælkun sem tíðkast svo oft hjá stórum fyrirtækjum.

Ég er meira fyrir mjólkurkaffið og er Cappuccino í uppáhaldi. Ég er algjör ''sökker'' fyrir öllu sætu og því er nóg af kaffisýrópi til á mínu heimili. Karamellusýrópið verður þó oftast fyrir valinu og ég elska að prófa mig áfram með ýmsa kaffidrykki svo sem frappuchino á heitum sumardögum með rjóma og klökum. Mjólkurflóarinn sem ég nota er sára einfaldur og þar af leiðandi ekkert vesen að flóa mjólkina. Hann hitnar upp í ákveðinn hita svo hann brennur hvorki mjólkina né verður hún of heit og froðan verður fullkomin ! Kaffið í morgun var karamellu cappuccino með smá kakói til að gleðja hjartað !




Maðurinn minn flækir þó ekki málin eins og ég heldur lætur sér það nægja svart með mjólkurdreitil í uppáhalds bollanum sínum sem hann fékk frá Aroni Sölva í jólagjöf :)





 

No comments: