Tuesday, February 25, 2014

Heima er best

Helgin var fullbókuð eins og vanalega og ég hafði ómögulega tíma til að setjast niður og skrifa. Við ákváðum að breyta aðeins til heima hjá okkur og skipulögðum skápa og skúffur og snérum stofunni við. Mamma gaf mér Chesterfield stól þegar ég bjó ennþá heima en hann er svo stór að hann hefur aldrei passað almenninlega inn í íbúðina okkar og fékk því að sitja heima hjá mömmu þangað til við myndum koma honum fyrir. Um helgina tókum við okkur svo til og fórum heim til mömmu og náðum í stólinn, skelltum honum upp á kerru og brunuðum með hann heim. Nú er hann kominn í stofuna og tekur sig voða vel út.Það er ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en opnir pokar af matvörum inn í skáp. Svo sem hveiti, fræjum og þessháttar. Svo ég sankaði að mér krukkum héðan og þaðan og endurskipurlagði eldhússkápana. Eftir að ég spreyjaði kertastjakana svarta fékk ég eitthvað æði og langar helst að spreyja allt sem á vegi mínum verður svo ég spreyjaði lokin á krukkunum svört og nú lítur allt mikið fallegra út !

En þar var ekki við setið og eftir beytingarnar á stofunni var einn veggurinn ansi tómur og okkur vantaði einhverja bráðabyrgða skreytingu til að setja á vegginn. Eftir smá ''googl'' og pinterest datt mér þessi brilliant hugmynd í hug. Klippti niður elhúsrúllur og límdi saman og auðvitað spreyjaði það vilt og galið !

+
Þetta er ágætt á meðan við finnum eitthvað til að setja þarna á vegginn. Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Takk fyrir mig.
Friday, February 21, 2014

DIY svartir háglans kertastjakar

Í dag kíktum við Haukur og Aron Sölvi á markað hérna í Keflavík sem að stendur yfir allar helgar og eru með allskonar dót til sölu, gamalt og nýtt. Svona eins og mini Kolaport. Ég ætlaði mér nú ekki að kaupa neitt heldur bara kíkja og skoða. En ég gerði heldur betur góð kaup og fann mér þessa þrjá fallegu antík kertastjaka. Ég prúttaði þá niður í 1.500 kr. sem ég var nokkuð sátt með. Eftir það hoppaði ég inn í Byko og keypti mér svart háglans sprey. Þegar heim var komið fór ég út í bílskúr og spreyjaði þessar gersemar og svei mér þá ef ég er ekki bara svolítið mikið ánægð með þá.
Hér sjáið þið útkomuna.

Fyrir breytingu


Hvað finnst ykkur ?

Thursday, February 20, 2014

Peanut butter cups

Laugardagar eru uppáhalds dagarnir mínir. Afhverju ? Jú því það eru nammidagar.
Ég ætlaði að halda í mér með að setja inn þessa færslu því ég ætla mér að setja annað en bara uppskriftir hingað inn en ég gat ekki haldið í mér lengur. Uppáhalds nammið mitt eru Reese's peanut butter cups þrátt fyrir að hafa étið yfir mig af þeim á Halloween í bandaríkjunum eitt árið.
Ég sá uppskrift á netinu af þessum elskum og ákvað að prufa síðasta laugardag. Og þó ég segi sjálf frá þá voru þeir betri ef eitthvað er ! Ég var reyndar aðeins of ''súkkulaðiglöð'' svo þeir enduðu aðeins þykkri en ég ætlaði mér en það var svosem allt í lagi. Hvet ykkur eindregið til að prófa því þó að þeir séu kannski ekki hollir þá eru þeir mikið hollari en risa nammipoki já eða upprunalegu peanut butter cups. Þessi uppskrift gaf mér í kringum 14 stykki, það fer allt eftir hversu þykka þið hafið þá. Svo er maður ekkert að háma þá í sig svo að einn til tveir er feikinóg til að fullnægja nammiþörfinni. Ég ætla hiklaust að skella í aðra svona uppskrift á laugardaginn kemur.

Ofan á súkkulaðið, setjið svo um það bil matskeið af hnetusmjörs blöndunni
og lemjið plötunni laust í borðið aftur til að jafna áferðina.
Því næst er svo aftur hálfri matskeið af súkkulaðinu sett ofan á hnetusmjörið
og svo fer formið inn í frysti í 20 mínútur. 
Þetta er sára einfalt og svo gott ! Gætið þess samt að geyma góðgætið annaðhvort í ísskáp eða frysti
svo það haldist gott í lengri tíma. Verði ykkur að góðu !
Wednesday, February 19, 2014

Kjúklingasalat Hexíu De Trix

Í júní á síðasta ári skelltum við Haukur okkur austur á Eskifjörð til pabba og fjölskyldu. Fósturmamma mín er algjör sælkeri og eldar æðislegan mat. Hún sýndi mér Disney uppskriftabókina og það kom mér á óvart hversu margar girnilegar uppskriftir voru í svona barna uppskriftarbók.
Um leið og við komum aftur í höfuðborgina gerðum við okkur ferð í Bónus til að fjárfesta í slíkri bók.
Ég fann bókina en sá að það var eingöngu til sýningar eintakið sem var örlítið krumpuð og ekki í plasti en þar fyrir utan alveg heil og notfær.
Með alla mína óléttuhormóna fór ég og talaði við verslunarstjórann með Hauk nauðugan viljugan fyrir aftan mig og náði einhvernveginn að sannfæra mannin til að gefa mér helmings afslátt af bókinni.

Síðan þá hefur bókin setið uppí skáp og ekki verið snert. Svo mikið lá mér á að kaupa hana.
Við vorum á leið á fund í gærkvöldi og vantaði eitthvað fljótlegt að borða og í stað þess að hlaupa út á Villabar og kaupa okkur hamborgara þá ákvað ég að taka gömlu góðu bókina úr skápnum og vígja hana. Þá mundi ég eftir Barbeque salati sem að ég fékk fyrir austan síðasta sumar, fletti því upp á blaðsíðu 108 og sló til.


Salatið vakti mikla lukku og kláruðum við hjúin það upp til agna. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni og vona að þið prófið. Það er í raun engin ein uppskrift, þið bara bætið við því sem þið viljið.

Barbeque kjúklingasalat Hexíu De Trix

Skerið niður 3 kjúklingabringur í passlega munnbita og steikið á pönnu með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Setjið svo kjúklingabitana í skál og kælið.

Barbeque dressing

3 msk BBQ sósa
3 msk hunang
3 msk balsamik edik
3 msk olía af fetaostiSalat

Þið getið notað allt sem ykkur langar í. Ég notaði iceberg, konfekt tómata, papriku, avocado, rauðlauk, vínber og nokkrar svartar ólífur. Gott er að nota jarðaber líka en ég átti þau ekki til.
Svo blandaði ég kjúklingnum við og toppaði þetta svo með fetaost og appelsínugulu Doritos.

Gott er að setja doritosið og dressinguna í sér skálar ef þið ætlið ykkur að geyma afganginn því annars verður salatið blautt og vont. 

Voilá !Tuesday, February 18, 2014

Morgunkaffi

Fyrsti kaffibolli dagsins er sannkölluð himnasending eftir erfiðar og svefnlitlar nætur, sérstaklega þegar þeim stutta finnst ofsalega sniðugt að vakna á ókristilegum tíma og neitar að sofna aftur.
Ég hef aldrei verið spennt fyrir kaffi nema með miklum sykri og mikilli mjólk og þessvegna finnst mér alltaf spennandi að vakna á morgnanna vitandi það að ég er með mitt eigið ''mini'' kaffihús inni í eldhúsi og get útbúið mér það sem hugurinn girnist og notið morgunsins með stubbnum mínum.

Ég bestu kaffikönnu í heimi og drekk langbesta kaffi í heimi líka að mínu mati.
Kaffið sem ég drekk er frá Rombouts/Malongo, sem er lífrænt ræktað kaffi með einstökum bragðtegundum. Baunirnar eru handplokkaðar og meðhöndlaðar með blautri aðferð. Hver sekkur sem er keyptur er skoðaður og baunirnar síðan hægristaðar áður en þær eru settar í pakkningar.
Vörumerkin eru samheiti fyrir gæði og er boðið uppá kaffið á virtum hótelum, veitingastöðum, kaffihúsum og flugvöllum um allan heim svo sem París, New York, Dubai og fleiri stöðum.
Kaffið ber einnig Fairtrade merkið sem heillar mig mikið.
þegar þú kaupir vöru merkta Fairtrade getur þú verið viss um að þeir sem starfa við framleiðslu vörunnar lifa við mannsæmandi laun og lífskjör og því engin barnaþrælkun sem tíðkast svo oft hjá stórum fyrirtækjum.

Ég er meira fyrir mjólkurkaffið og er Cappuccino í uppáhaldi. Ég er algjör ''sökker'' fyrir öllu sætu og því er nóg af kaffisýrópi til á mínu heimili. Karamellusýrópið verður þó oftast fyrir valinu og ég elska að prófa mig áfram með ýmsa kaffidrykki svo sem frappuchino á heitum sumardögum með rjóma og klökum. Mjólkurflóarinn sem ég nota er sára einfaldur og þar af leiðandi ekkert vesen að flóa mjólkina. Hann hitnar upp í ákveðinn hita svo hann brennur hvorki mjólkina né verður hún of heit og froðan verður fullkomin ! Kaffið í morgun var karamellu cappuccino með smá kakói til að gleðja hjartað !
Maðurinn minn flækir þó ekki málin eins og ég heldur lætur sér það nægja svart með mjólkurdreitil í uppáhalds bollanum sínum sem hann fékk frá Aroni Sölva í jólagjöf :)

 

Monday, February 17, 2014

1.

Blogg æðið er enn og aftur að tröllríða litla Íslandi, þetta virðist ganga í hringi eins og svo margt annað.
Ég ákvað því að blása lífi í gömlu bloggsíðuna og byrja upp á nýtt. Mikið verður þetta gaman !
Það er svosem fínt að koma öllum þessum hugsunum og hugmyndum niður á ''blað'' sem fara í gegnum hausinn á mér á hverjum degi, sérstaklega þar sem ég er í fæðingarorlofi og stundum væri gaman að fá að komast úr kúkableyjum og slefslettum í að deila með ykkur öllu milli himins og jarðar því ég er alveg á því að 5 mánaða sonur minn sé löngu orðinn leiður á bullinu í mér.

Ætla að hafa þetta á stuttu nótunum í þetta sinn þar sem klukkan er orðin margt og allir í húsinu sofnaðir nema ég. Eftir að sonurinn sofnaði í kvöld og betri helmingurinn var á fundi fór ég á fullt í huganum að raða í drauma íbúðina mína. Margt er á óskalistanum og mikið væri nú gaman að fá tækifæri bráðlega til að framkvæma allt þetta gull og glingur. Hér eru nokkrir af þeim hlutum sem ég myndi ekki slá hendinni á móti í innbúið.1. Bourgie lampi í Króm litnum.
2. Iittala Kastehelmi kökudiskur á fæti.
3. Kitchenaid hrærivél í ljósbleikum lit, ágóðinn rennur til brjóstakrabbameinisrannsókna.
4. Nactmann Slice ávaxtaskál.
5. Eva Solo vatnskarafla.
6. Ravello fimm arma kertastjaki.
7. Magisso kökuhnífur/spaði úr stáli.
8. Iittala Aalto vasi.