Tuesday, February 25, 2014

Heima er best

Helgin var fullbókuð eins og vanalega og ég hafði ómögulega tíma til að setjast niður og skrifa. Við ákváðum að breyta aðeins til heima hjá okkur og skipulögðum skápa og skúffur og snérum stofunni við. Mamma gaf mér Chesterfield stól þegar ég bjó ennþá heima en hann er svo stór að hann hefur aldrei passað almenninlega inn í íbúðina okkar og fékk því að sitja heima hjá mömmu þangað til við myndum koma honum fyrir. Um helgina tókum við okkur svo til og fórum heim til mömmu og náðum í stólinn, skelltum honum upp á kerru og brunuðum með hann heim. Nú er hann kominn í stofuna og tekur sig voða vel út.Það er ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en opnir pokar af matvörum inn í skáp. Svo sem hveiti, fræjum og þessháttar. Svo ég sankaði að mér krukkum héðan og þaðan og endurskipurlagði eldhússkápana. Eftir að ég spreyjaði kertastjakana svarta fékk ég eitthvað æði og langar helst að spreyja allt sem á vegi mínum verður svo ég spreyjaði lokin á krukkunum svört og nú lítur allt mikið fallegra út !

En þar var ekki við setið og eftir beytingarnar á stofunni var einn veggurinn ansi tómur og okkur vantaði einhverja bráðabyrgða skreytingu til að setja á vegginn. Eftir smá ''googl'' og pinterest datt mér þessi brilliant hugmynd í hug. Klippti niður elhúsrúllur og límdi saman og auðvitað spreyjaði það vilt og galið !

+
Þetta er ágætt á meðan við finnum eitthvað til að setja þarna á vegginn. Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Takk fyrir mig.
1 comment:

Kristín Hulda said...

Vá ekkert smá flott hugmynd :)