Sunday, March 2, 2014

Barnatíska

Það er ekkert krúttlegra en krakkar í fallegum fötum og vel til höfð. Sonur minn fær sko heldur betur að líða fyrir það að eiga mömmu með tískudellu og fær bara engu um það ráðið. Enda á hann ógrynni af fallegum og flottum fötum sem bíða eftir að hann stækki meira. Látum myndirnar tala sínu máli.

Ég hlakka líka mjög til þess dags sem ég eignast litlu stelpuna mína. (já ég SKAL) Þar sem ég fékk illt augnarráð frá manninum mínum þegar ég gerðist líkleg til að klæða Aron Sölva í bleikt dress í október (bleikur mánuður) þá get ég ekki annað en hlakkað til að klæða litla prinsessu í allt mögulegt bleikt og blúndótt.


Ein af litla töffaranum mínum í dag.1 comment:

Vera Rut said...

Aron er alltaf flottur til fara, mamman má alveg eiga það!