Thursday, February 20, 2014

Peanut butter cups

Laugardagar eru uppáhalds dagarnir mínir. Afhverju ? Jú því það eru nammidagar.
Ég ætlaði að halda í mér með að setja inn þessa færslu því ég ætla mér að setja annað en bara uppskriftir hingað inn en ég gat ekki haldið í mér lengur. Uppáhalds nammið mitt eru Reese's peanut butter cups þrátt fyrir að hafa étið yfir mig af þeim á Halloween í bandaríkjunum eitt árið.
Ég sá uppskrift á netinu af þessum elskum og ákvað að prufa síðasta laugardag. Og þó ég segi sjálf frá þá voru þeir betri ef eitthvað er ! Ég var reyndar aðeins of ''súkkulaðiglöð'' svo þeir enduðu aðeins þykkri en ég ætlaði mér en það var svosem allt í lagi. Hvet ykkur eindregið til að prófa því þó að þeir séu kannski ekki hollir þá eru þeir mikið hollari en risa nammipoki já eða upprunalegu peanut butter cups. Þessi uppskrift gaf mér í kringum 14 stykki, það fer allt eftir hversu þykka þið hafið þá. Svo er maður ekkert að háma þá í sig svo að einn til tveir er feikinóg til að fullnægja nammiþörfinni. Ég ætla hiklaust að skella í aðra svona uppskrift á laugardaginn kemur.





Ofan á súkkulaðið, setjið svo um það bil matskeið af hnetusmjörs blöndunni
og lemjið plötunni laust í borðið aftur til að jafna áferðina.
Því næst er svo aftur hálfri matskeið af súkkulaðinu sett ofan á hnetusmjörið
og svo fer formið inn í frysti í 20 mínútur. 




Þetta er sára einfalt og svo gott ! Gætið þess samt að geyma góðgætið annaðhvort í ísskáp eða frysti
svo það haldist gott í lengri tíma. Verði ykkur að góðu !




No comments: