Wednesday, February 19, 2014

Kjúklingasalat Hexíu De Trix

Í júní á síðasta ári skelltum við Haukur okkur austur á Eskifjörð til pabba og fjölskyldu. Fósturmamma mín er algjör sælkeri og eldar æðislegan mat. Hún sýndi mér Disney uppskriftabókina og það kom mér á óvart hversu margar girnilegar uppskriftir voru í svona barna uppskriftarbók.
Um leið og við komum aftur í höfuðborgina gerðum við okkur ferð í Bónus til að fjárfesta í slíkri bók.
Ég fann bókina en sá að það var eingöngu til sýningar eintakið sem var örlítið krumpuð og ekki í plasti en þar fyrir utan alveg heil og notfær.
Með alla mína óléttuhormóna fór ég og talaði við verslunarstjórann með Hauk nauðugan viljugan fyrir aftan mig og náði einhvernveginn að sannfæra mannin til að gefa mér helmings afslátt af bókinni.

Síðan þá hefur bókin setið uppí skáp og ekki verið snert. Svo mikið lá mér á að kaupa hana.
Við vorum á leið á fund í gærkvöldi og vantaði eitthvað fljótlegt að borða og í stað þess að hlaupa út á Villabar og kaupa okkur hamborgara þá ákvað ég að taka gömlu góðu bókina úr skápnum og vígja hana. Þá mundi ég eftir Barbeque salati sem að ég fékk fyrir austan síðasta sumar, fletti því upp á blaðsíðu 108 og sló til.


Salatið vakti mikla lukku og kláruðum við hjúin það upp til agna. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni og vona að þið prófið. Það er í raun engin ein uppskrift, þið bara bætið við því sem þið viljið.

Barbeque kjúklingasalat Hexíu De Trix

Skerið niður 3 kjúklingabringur í passlega munnbita og steikið á pönnu með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Setjið svo kjúklingabitana í skál og kælið.

Barbeque dressing

3 msk BBQ sósa
3 msk hunang
3 msk balsamik edik
3 msk olía af fetaostiSalat

Þið getið notað allt sem ykkur langar í. Ég notaði iceberg, konfekt tómata, papriku, avocado, rauðlauk, vínber og nokkrar svartar ólífur. Gott er að nota jarðaber líka en ég átti þau ekki til.
Svo blandaði ég kjúklingnum við og toppaði þetta svo með fetaost og appelsínugulu Doritos.

Gott er að setja doritosið og dressinguna í sér skálar ef þið ætlið ykkur að geyma afganginn því annars verður salatið blautt og vont. 

Voilá !No comments: