Thursday, March 13, 2014

Back To Basics

Þá er rútínan komin aftur í gang eftir að Haukur fór að vinna aftur eftir mánaðar frí. Allir snemma að sofa og vakna snemma sömuleiðis. Hann er reyndar kominn í 5 daga vaktarfrí núna svo ætli þetta raskist ekki aðeins yfir helgina. En hvað með það. Annars er fátt annað að frétta, lífið gengur bara sinn vanagang. Ég naut mín í botn í fyrradag þegar kallinn fór á næturvakt og strákurinn var sofnaður. Kveikti á kertum og horfði á góða mynd. Tók nú reyndar smá föndursession eins og mér einni er lagið en meira um það á eftir. Ég ætlaði að vera svo dugleg að fara snemma að sofa, þar sem ég vaki alltaf langt fram á nótt þegar Haukur er á næturvakt, einfaldlega því ég er of góðu vön að sofna í stútfullu rúmi af afkvæmi og maka. Ég er alveg við það að festa svefn en nei. Byrjar þá dótið hans Arons ekki að spila frammi í stofu. Og við það vaknaði ég upp. Læddist fram, skjálfandi eins og hrísla og beið eftir því allra versta. Tók upp fyrrum nefnda leikfang og ætlaði að slökkva á því, en það var nú þegar slökkt.

Hvernig í veröldinni gat það verið að gefa frá sér hljóð þegar það er bæði slökkt á því og maður þarf að ýta á takka til að vekja það ? Nú stóð mér ekki á sama og faldi dótið neðst í dótakassanum, hljóp svo aftur upp í rúm og dró sængina yfir höfuð. Ég hélt ég myndi deyja úr hræðslu ! Eftir smá ''googl'' las ég mér til um það að flest leikföng gefi frá sér hljóð þegar rafhlaðan er við það að klárast, jafnvel þó það sé slökkt á ansk* græjunni. Og auðvitað þurfti það að gerast þegar ég var ein heima og um nótt svona svo að Sara litla myndi alveg örugglega ekki ná að sofna snemma eina ferðina enn. Ég vaknaði því mygluð og handónýt daginn eftir á ókristilegum tíma að óskum sonarins. Nú ætla ég að taka ÖLL batterí úr hverju einasta leikfangi þegar ég er ein heima hér eftir. Takk kærlega fyrir.

Fyrr um kvöldið rakst ég á skemmtilega hugmynd á elsku Pinterest. Og auðvitað tók ég málin í mínar hendur og framkvæmdi..
Leiðbeiningarnar eru kannski ekki þær allra bestu en vonandi náið þið að lesa úr myndunum. Ef ekki, þá er nákvæmt myndband HÉR.

Þetta hárband er gert úr gömlum ónotuðum hlýrabol sem ég fann inni í skáp. Ég vildi hafa það þykkt svo ég klippti niður sex borða og skipti í tvo helminga með þrem borðum í sitthvorum helmingnum. Ef þú vilt hafa það þynnra þá getur þú líka notað bara tvo borða.


Ég gleymdi svo að taka mynd af restinni en ég saumaði svo endana saman með nál og tvinna.
Tíu mínútna verk og þú ert komin með þetta líka fína hárband !
Eins og ég sagði þá eru leiðbeiningarnar kannski ekki þær allra bestu.Voila !

P.s  Þessi litli ormur er 6 mánaða í dag. HÁLFS ÁRS. Jesús Pétur hvað tíminn líður.
Hann er alltaf brosandi þessi elska og gerir foreldra sína stolta af sér á hverjum degi.


2 comments:

Statt Upp said...

Þú ert svo flínk Sara mín og kysstu gullmolana þína frá mér hlakka til að knúsa ykkur um páskana kv mamma 2

Statt Upp said...

Love u all <3