Monday, March 17, 2014

Vatn

Hvað er ég nú að fara að ybba gogg ? Vatn ? Vita ekki allir að vatn er undradrykkur og lífsnauðsynlegur öllum lifandi lífverum ? Jújú alveg örugglega. En aldrei er góð vísa of oft kveðin ;-)
Vatn er jú, eins og ég sagði lífsnauðsynlegur drykkur og allt það. 60% líkamans er vatn og erum við allan daginn að losa okkur við vökva í gegnum þvag og svita. Líkaminn býr ekki yfir neinum geymslubúnaði fyrir vatn og því þurfum við helst alltaf að vera að sötra vatn, allan daginn, jafnvel þó svo að við séum ekki þyrst. Heilbrigðisyfirvöld mæla með sirka 8 glösum á dag eða 2 lítrum. En eins og með allt annað er þetta einstaklingsbundið og það fer allt eftir hverjum og einum. Ef við drekkum ekki nægju okkar af vatni á daginn þá verðum við orkuminni og heilinn okkar starfar ekki sem skyldi. Ef þú æfir mikið þá þarftu ennþá meira vatn þar sem vökvatapið verður meira á meðan líkamleg æfing á sér stað. Rannsakendur áætla að tveggja lítra vatnsdrykkja á dag geti aukið brennslu um sirka 96 hitaeiningar á dag.

Sjálf hef ég alla tíð drukkið mjög mikið vatn og tekið vatnið framyfir gos og aðra drykki. En síðastliðið ár hefur það heldurbetur breyst ! Ætla nú ekki að fara að kenna manninum mínum um það hér í beinni en allt í einu fór ég að skilja vatnsbrúsann eftir heima og stoppa frekar í búð og kaupa mér pepsi max eða kristal plús. Pepsi max... óóó pepsi max. Það er stóra ástin í lífi mínu. Það er minn koffíngjafi númer eitt og ég viðurkenni fúslega að ég er hooked. Fyrir nokkru síðan áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert vatn drukkið yfir daginn en þónokkuð af maxinu. (Auðvitað er vatn í gosinu en ekki í réttu formi og auk þess er koffín vatnslosandi.) En þá fannst mér nóg komið og setti mér ''vatnsdrykkjuskilyrði''. Ég var enda við að klára seinasta sopann af pepsi max flöskunni inni í ísskáp og nú verður bara vatn þar til á laugardaginn næsta. Ég skal lofa ykkur því að fimm mínútum eftir að ég ''puplisha'' þessum póst fæ ég skilaboð frá hinum pepsi max fíklinum, minni kæru vinkonu. Og á hún heldur betur eftir að lesa mér pistilinn.

Hvað um það. Ég byrja morguninn alltaf á volgu vatnsglasi með sítrónu út í. Það hreinsar líkamann mjög vel. Svo er ég farin að setja allskonar frosna ávexti út í vatnið mitt og svei mér ef það verður bara ekki betra svoleiðis. Segi það kannski ekki alveg en fallegra verður það, og girnilegra ! Það er alveg ljóst. Nú skora ég á ykkur hin, sem eruð gosdrykkjufólk frekar en vatnsdrykkjufólk að prófa að breyta yfir. Ég finn allavega mun á orkunni út daginn þrátt fyrir að hafa verið að drekka koffíndrykk allan daginn. Ætla að deila með ykkur nokkrum myndum svo þið sjáið hvað ég er að tala um þegar ég segi að þetta sé fallegra og girnilegra.
Ekki verra að hafa það í svona krukkum, verður allt mikið fallegra svoleiðis.


Þessi elska kemur með mér inn í kvöldið ásamt hafrakexinu góða.
Með mango og hindberjum. 
Ég mæli líka með; Appelsínu og bláberja, Jarðaberja og mintu og sítrónu og agúrku.
Eigið gott kvöld elskurnar.

P.s ég var að bæta við hnöppum efst á síðunni, facebook (þar sem þið getið like-að facebook síðu bloggsins), instagram, email og pinterest.No comments: