Saturday, April 5, 2014

Pink passion

Þið verðið bara að sætta ykkur við fleiri uppskriftir í bili, ég er í einhverju djúsa-smoothie stuði þessa dagana og er alltaf að bæta nýjum uppskriftum í safnið. Í gær langaði mig rosalega í einhvern góðan ''creamy'' smoothie í morgunmatinn. Ég er komin með leið á þessum sama  svo ég ákvað að gera tvískiptan, með sitthvorum sjeiknum. Um miðjan daginn fékk ég mér svo ferskan safa með hrökkbrauðinu mínu. Báðir urðu þeir svo fallega bleikir ! Bleikur er einn af uppáhalds litunum mínum svo hvað er betra en að drekka bleikt ?!




Bleiki morgunsmoothie-inn var tvískiptur. Berjablanda að ofan og bananajógúrt neðar.
Ég nota Kenwood blandara og hann blandar gjörsamlega allt niður í öreindir, sama hve frosið það er.
Uppistaðan í þessum smoothie er grísk jógúrt. Ég nota það mikið í smoothie eða borða það með agave sýrópi og múslí. Mér finnst voða gott að skera banana niður í bita og setja í frystipoka og frysta. Þeir gera þá smoothieinn meira kremaðan og þykkan. Berin sem ég notaði var frosin berjablanda sem innihélt jarðaber, brómber, bláber og trönuber.




Banana-berja smoothie

1/4 grísk jógúrt
Sirka 1 frosinn banani

þeytt saman þar til mjúkt og laust við kekki, hellt í glas eða glerflösku.

1/4 grísk jógúrt
lúka af frosinni berjablöndu

Hellt ofan á banana blönduna og hrært í með röri.






Bleiki djúsinn er sætur og súr á sama tíma og rosalega svalandi. Hann er þynnri en smoothie-inn  og er góður með næringaríkum hádegismat eða síðdegis snarli. Í honum er kókosmjólk, rauðrófusafi, pera, rautt epli og chia fræ. Kókosmjólkin er nánast bragðlaus en gefur drykknum mjúka áferð. Rauðrófusafinn er sætur á bragðið og gefur drykknum fallegan bleikan lit ásamt því að vera stútfullur af næringarefnum svo sem C vítamíni, fólínsýru, magnesíum, trefjum, andoxunarefnum og fleiru og er því góður fyrir meltinguna. Lyktin af honum er kannski ekki uppá marga fiska og var ég lengi að mana mig upp í að prófa hann í drykki og sjeika en bragðið er allt öðruvísi og endurspeglar enganveginn lyktina. 



Bleikur djús

1 lítil dós kókosmjólk
1 fersk pera
1 rautt epli
sirka 4 msk rauðrófusafi
allt blandað saman í blandara þar til kekkjalaust og silkimjúkt.
Hellt í glas eða glerflösku og chia fræum stráð ofan á og hrærð saman við.






Það er bara allt svo mikið betra bleikt á litinn ! 


Njótið !




No comments: