Thursday, April 3, 2014

Hinn eini sanni græni..

Mér finnst ekkert betra en næringaríkur og ferskur morgunmatur. Ég hef prufað mig áfram og afturábak með allskonar safa uppskriftir og grauta með chia fræum og fleira. Chia fræ eru ofurfæða og innihalda mikið af omega 3, vinna á bólgum í líkamanum og eru góð fyrir starfsemi hjartans. Mér finnst þau ekki neitt sérstaklega góð ein og sér svo ég nota þau mikið út í boost og drykki. Einn uppáhalds drykkurinn minn er græni morgundrykkurinn. Hann er mjög næringaríkur og gott að byrja daginn með einum slíkum. Ég er ekki hrifin af engifer eða sellerí og því hef ég hannað minn eigin drykk sem mér finnst mun bragðbetri en þessi hefðbundni græni drykkur.
1 lúka frosið mangó mangó
1 lúka frosið spínat eða ferskt
3 stór, frosin jarðaber
Lime eða sítrónusafi eftir smekk
1 grænt epli með hýðinu
2-3 tsk Chia fræ
1 vatnsglasÁstæðan fyrir því að ég set hýðið með eplinu er því að hýðið inniheldur mikið betaglúgen. Betaglúgen eflir og styrkir ónæmiskerfið og eru þessir brúnu blettir á hýðinu. Því miður hefur betaglúgen verið fjarlægt úr mikið af eplum. Þessvegna finnst mér best að nota lífræn epli þar sem það hefur ekki verið fjarlægt og eplið er ekki vaxkennt.

Allt mixað saman í blandara og nokkrum Chia fræum stráð yfir.


Aron minn var ekkert sérlega hrifinn af græna.. Hann vildi bara eplamauk í staðinn.
Verði ykkur að góðu ! Mér áskotanðist þessi fallegi kökudiskur nýlega. Mikið rosalega sem mér finnst hann fallegur og tými ekki einusinni að setja hann inn í skáp og því prýðir hann eldhúsborðið bara ágætlega. Ég bakaði hefðbundna skúffuköku einfaldlega bara til þess að prufukeyra fallega diskinn minn og bar fram kælda ávexti og vanillu ís með. Því miður gat ég ekki gætt mér á því sjálf útaf endajaxlatöku sem ég fór í á dögunum. En húsbandið á heimilinu sá bara um það fyrir mig.


1 comment:

Mamma said...

Hrikalega flottur kökudiskur!!!. Ég á afmæli eftir 3 mánuði...bara smá hugmynd ;)