Monday, April 14, 2014

Oreo Karamellu kaka

Óbój. Þetta er agalegt. Það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér að ég hef varla haft séns á því að setjast niður fyrir framan tölvuna og henda inn færslu. Ég var í árshátíðarnefnd fyrir September-mömmu hópinn sem ég er í og héldum við árshátíðina núna um helgina og það var full vinna að sjá um þetta með bara 4 stelpur ! Svo var litla systir mín einnig að fermast í gær og ég er búin að vera að gera hana fína fyrir ferminguna og fleira. Veit ekki hversu margar fyrirspurning ég er búin að fá í sambandi við Oreo kökuna sem ég gerði þarsíðustu helgi með Erlu systur minni. Loksins ætla ég að gefa ykkur uppskriftina af þessari dásemd um leið og ég biðst innilegrar afsökunnar á bloggleysinu ! Þetta skal ekki koma fyrir aftur !

Hún er mjög einföld en afskaplega góð !
Það sem þið þurfið er ;

1 kassi af venjulegum Oreo kexkökum
1 kassi af Oreo kökum með hvítu súkkulaði
Betty Crocker köku mix (olía, egg til að blanda)
Sykur
Rjómi
Púðursykur
Eggjahvítur
Þreytari
2 kökuform


Þegar ég og Erla systir dettum í nammigírinn eru engin takmörk fyrir því sem okkur dettur í hug. Erla var búin að þróa þessa köku sjálf og er enn að betrumbæta hana. Þetta var tilraun 2 og fékk ég að njóta með henni.
Byrjið á að gera hefðbundið Betty Crocker mix En áður en þið setjið blönduna í kökuformin, brytjið niður Oreo kökur ofan í degið, frekar stóra bita. Það er smekksatriði hvað þið setjið mikið ofan í.Skiptið deiginu niður í 2 meðal stór, hringlaga kökuform og setjið inn í ofn í 25 mínútur á 180°c blæstri.
Á meðan er gott að útbúa karamellusósuna.

2 msk smjör
1 dl sykur
1/2 dl púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 dl rjómi

Hellið öllu saman í pott og hitið við lágan hita og leyfið að malla þar til karamellan verður ljósbrún og þykk.


Hér eru botnarnir tilbúnir og á meðan þeir kólna örlítið þá búið þið til kremið.
Kremið er mjög einfalt; stífþeyttar eggjahvítur og sykur. 

Það er engin sérstök mælieining fyrir kremið en svona mælir Erla það;


Setjið eggjahvítur og sykur í sitthvort glasið. Eins og þið sjáið á myndinni eru eggjahvíturnar í örlítið minna magni en sykurinn og þannig verður kremið fullkomið.

Perla Dís litla frænka að hjálpa til að þeyta kremið.
Þeytið eggjahvíturnar og sykurinn saman þar til það er orðið stíft og hægt er að hvolfa skálinni án þess að kremið leki.Smyrjið kreminu á fyrsta botninn og brytjið Oreo kex yfir. Setjið svo efri botninn ofan á og klárið að setja krem á alla kökuna. Því næst er karamellusósunni hellt yfir kökuna eftir smekk og svo er Oreo með hvítu kremi brytjað í stóra bita og sett ofan á kökuna ásamt Oreo kurli úr venjulegu Oreo kexi.


Ég garentera að ef ykkur finnst Oreo gott þá verðið þið ekki fyrir vonbrygðum með þessa köku. Hún er alveg jafn góð og hún lítur út fyrir að vera ! Erla systir hefur nú gert þriðju útgáfuna af þessari köku þar sem hún gerir deigið líka frá grunni. Þið getið séð uppskriftina á blogginu hennar HÉR.