Monday, April 14, 2014

Oreo Karamellu kaka

Óbój. Þetta er agalegt. Það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér að ég hef varla haft séns á því að setjast niður fyrir framan tölvuna og henda inn færslu. Ég var í árshátíðarnefnd fyrir September-mömmu hópinn sem ég er í og héldum við árshátíðina núna um helgina og það var full vinna að sjá um þetta með bara 4 stelpur ! Svo var litla systir mín einnig að fermast í gær og ég er búin að vera að gera hana fína fyrir ferminguna og fleira. Veit ekki hversu margar fyrirspurning ég er búin að fá í sambandi við Oreo kökuna sem ég gerði þarsíðustu helgi með Erlu systur minni. Loksins ætla ég að gefa ykkur uppskriftina af þessari dásemd um leið og ég biðst innilegrar afsökunnar á bloggleysinu ! Þetta skal ekki koma fyrir aftur !





Hún er mjög einföld en afskaplega góð !
Það sem þið þurfið er ;

1 kassi af venjulegum Oreo kexkökum
1 kassi af Oreo kökum með hvítu súkkulaði
Betty Crocker köku mix (olía, egg til að blanda)
Sykur
Rjómi
Púðursykur
Eggjahvítur
Þreytari
2 kökuform


Þegar ég og Erla systir dettum í nammigírinn eru engin takmörk fyrir því sem okkur dettur í hug. Erla var búin að þróa þessa köku sjálf og er enn að betrumbæta hana. Þetta var tilraun 2 og fékk ég að njóta með henni.
Byrjið á að gera hefðbundið Betty Crocker mix En áður en þið setjið blönduna í kökuformin, brytjið niður Oreo kökur ofan í degið, frekar stóra bita. Það er smekksatriði hvað þið setjið mikið ofan í.



Skiptið deiginu niður í 2 meðal stór, hringlaga kökuform og setjið inn í ofn í 25 mínútur á 180°c blæstri.
Á meðan er gott að útbúa karamellusósuna.

2 msk smjör
1 dl sykur
1/2 dl púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 dl rjómi

Hellið öllu saman í pott og hitið við lágan hita og leyfið að malla þar til karamellan verður ljósbrún og þykk.


Hér eru botnarnir tilbúnir og á meðan þeir kólna örlítið þá búið þið til kremið.
Kremið er mjög einfalt; stífþeyttar eggjahvítur og sykur. 

Það er engin sérstök mælieining fyrir kremið en svona mælir Erla það;


Setjið eggjahvítur og sykur í sitthvort glasið. Eins og þið sjáið á myndinni eru eggjahvíturnar í örlítið minna magni en sykurinn og þannig verður kremið fullkomið.





Perla Dís litla frænka að hjálpa til að þeyta kremið.
Þeytið eggjahvíturnar og sykurinn saman þar til það er orðið stíft og hægt er að hvolfa skálinni án þess að kremið leki.



Smyrjið kreminu á fyrsta botninn og brytjið Oreo kex yfir. Setjið svo efri botninn ofan á og klárið að setja krem á alla kökuna. Því næst er karamellusósunni hellt yfir kökuna eftir smekk og svo er Oreo með hvítu kremi brytjað í stóra bita og sett ofan á kökuna ásamt Oreo kurli úr venjulegu Oreo kexi.






Ég garentera að ef ykkur finnst Oreo gott þá verðið þið ekki fyrir vonbrygðum með þessa köku. Hún er alveg jafn góð og hún lítur út fyrir að vera ! Erla systir hefur nú gert þriðju útgáfuna af þessari köku þar sem hún gerir deigið líka frá grunni. Þið getið séð uppskriftina á blogginu hennar HÉR.



Saturday, April 5, 2014

Pink passion

Þið verðið bara að sætta ykkur við fleiri uppskriftir í bili, ég er í einhverju djúsa-smoothie stuði þessa dagana og er alltaf að bæta nýjum uppskriftum í safnið. Í gær langaði mig rosalega í einhvern góðan ''creamy'' smoothie í morgunmatinn. Ég er komin með leið á þessum sama  svo ég ákvað að gera tvískiptan, með sitthvorum sjeiknum. Um miðjan daginn fékk ég mér svo ferskan safa með hrökkbrauðinu mínu. Báðir urðu þeir svo fallega bleikir ! Bleikur er einn af uppáhalds litunum mínum svo hvað er betra en að drekka bleikt ?!




Bleiki morgunsmoothie-inn var tvískiptur. Berjablanda að ofan og bananajógúrt neðar.
Ég nota Kenwood blandara og hann blandar gjörsamlega allt niður í öreindir, sama hve frosið það er.
Uppistaðan í þessum smoothie er grísk jógúrt. Ég nota það mikið í smoothie eða borða það með agave sýrópi og múslí. Mér finnst voða gott að skera banana niður í bita og setja í frystipoka og frysta. Þeir gera þá smoothieinn meira kremaðan og þykkan. Berin sem ég notaði var frosin berjablanda sem innihélt jarðaber, brómber, bláber og trönuber.




Banana-berja smoothie

1/4 grísk jógúrt
Sirka 1 frosinn banani

þeytt saman þar til mjúkt og laust við kekki, hellt í glas eða glerflösku.

1/4 grísk jógúrt
lúka af frosinni berjablöndu

Hellt ofan á banana blönduna og hrært í með röri.






Bleiki djúsinn er sætur og súr á sama tíma og rosalega svalandi. Hann er þynnri en smoothie-inn  og er góður með næringaríkum hádegismat eða síðdegis snarli. Í honum er kókosmjólk, rauðrófusafi, pera, rautt epli og chia fræ. Kókosmjólkin er nánast bragðlaus en gefur drykknum mjúka áferð. Rauðrófusafinn er sætur á bragðið og gefur drykknum fallegan bleikan lit ásamt því að vera stútfullur af næringarefnum svo sem C vítamíni, fólínsýru, magnesíum, trefjum, andoxunarefnum og fleiru og er því góður fyrir meltinguna. Lyktin af honum er kannski ekki uppá marga fiska og var ég lengi að mana mig upp í að prófa hann í drykki og sjeika en bragðið er allt öðruvísi og endurspeglar enganveginn lyktina. 



Bleikur djús

1 lítil dós kókosmjólk
1 fersk pera
1 rautt epli
sirka 4 msk rauðrófusafi
allt blandað saman í blandara þar til kekkjalaust og silkimjúkt.
Hellt í glas eða glerflösku og chia fræum stráð ofan á og hrærð saman við.






Það er bara allt svo mikið betra bleikt á litinn ! 


Njótið !




Thursday, April 3, 2014

Hinn eini sanni græni..

Mér finnst ekkert betra en næringaríkur og ferskur morgunmatur. Ég hef prufað mig áfram og afturábak með allskonar safa uppskriftir og grauta með chia fræum og fleira. Chia fræ eru ofurfæða og innihalda mikið af omega 3, vinna á bólgum í líkamanum og eru góð fyrir starfsemi hjartans. Mér finnst þau ekki neitt sérstaklega góð ein og sér svo ég nota þau mikið út í boost og drykki. Einn uppáhalds drykkurinn minn er græni morgundrykkurinn. Hann er mjög næringaríkur og gott að byrja daginn með einum slíkum. Ég er ekki hrifin af engifer eða sellerí og því hef ég hannað minn eigin drykk sem mér finnst mun bragðbetri en þessi hefðbundni græni drykkur.




1 lúka frosið mangó mangó
1 lúka frosið spínat eða ferskt
3 stór, frosin jarðaber
Lime eða sítrónusafi eftir smekk
1 grænt epli með hýðinu
2-3 tsk Chia fræ
1 vatnsglas



Ástæðan fyrir því að ég set hýðið með eplinu er því að hýðið inniheldur mikið betaglúgen. Betaglúgen eflir og styrkir ónæmiskerfið og eru þessir brúnu blettir á hýðinu. Því miður hefur betaglúgen verið fjarlægt úr mikið af eplum. Þessvegna finnst mér best að nota lífræn epli þar sem það hefur ekki verið fjarlægt og eplið er ekki vaxkennt.

Allt mixað saman í blandara og nokkrum Chia fræum stráð yfir.


Aron minn var ekkert sérlega hrifinn af græna.. Hann vildi bara eplamauk í staðinn.




Verði ykkur að góðu ! 



Mér áskotanðist þessi fallegi kökudiskur nýlega. Mikið rosalega sem mér finnst hann fallegur og tými ekki einusinni að setja hann inn í skáp og því prýðir hann eldhúsborðið bara ágætlega. Ég bakaði hefðbundna skúffuköku einfaldlega bara til þess að prufukeyra fallega diskinn minn og bar fram kælda ávexti og vanillu ís með. Því miður gat ég ekki gætt mér á því sjálf útaf endajaxlatöku sem ég fór í á dögunum. En húsbandið á heimilinu sá bara um það fyrir mig.










Friday, March 28, 2014

Innlit til Brynhildar


Góðvinkona mín hún Brynhildur Kristín hefur einstaklega skemmtilegan stíl og góðan smekk á hlutum.  Ég kynntist Brynhildi þegar við byrjuðum í menntaskóla og urðum við fljótt perluvinkonur.  Hún hefur alltaf haft gott auga fyrir fallegum hlutum og því sem er inn hverju sinni.  Hún útskrifaðist árið 2011 úr Borgarholtsskóla og stundar núna nám við hönnunar og handverksskkólann á almennri hönnunarbraut.  Ég fékk að taka smá viðtal við hana og leyfi til að sýna ykkur nokkrar myndir af heimilinu hennar og fallegum útstillingum.


Áttu þér einhvern uppáhalds hönnuð?
- Ég er hrifin af mörgum og á mér kannski ekki einn uppáhalds.  En ég er t.d rosalega hrifin af Le Corbusier, hann hefur gert marga fallega og tímalausa hluti sem að eru mjög ofarlega á mínum óskalista.  Svo er ég líka mjög hrifin af skandínavískri hönnun.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum heima hjá þér ?

- Ég blanda rosalega mikið saman, og sanka af mér dóti héðan og þaðan. Mér finnst mjög gaman að blanda saman gömlum og nýjum hlutum svo stíllinn er rosalega mikið bland í poka. Mér finnst það heimilislegra og hlýlegra fyrir vikið.



Hverjar eru top þrjár verslanirnar þínar ?
- Mér finnst ekkert leiðinlegt að fara í Epal og Casa og láta mig dreyma. Svo þær eru klárlega top 2 uppáhalds. En búðirnar sem ég versla hvað mest í á Íslandi eru Ilva, Líf og list, Hrím, Søstrene Grene, Tiger og svo má ekki gleyma Góða hirðinum, mér finnst fátt jafn skemmtilegt og að kíkja á nytjamarkaði.

Hvað er uppáhalds hluturinn þinn ?
- Úff, mér þykir eiginlega vænt um allt sem ég á. Enda er ég mesti safnarinn. En það sem mér þykir vænst um er gamall antík skápur sem ég erfði eftir ömmu mína.

Antík skápurinn sem Brynhildur erfði eftir ömmu sína.
Stytturnar ofan á skápnum eru eftir Guðmund frá Miðdal.



Hvað kaupir þú alltaf þó þú eigir nóg af því ?

- Ég er algjör sökker fyrir kertastjökum og lömpum. Ég held ég eigi nóg af þeim út lífið og það er alltaf að bætast í safnið.



Ef þú mættir velja þér fimm hluti inn á heimilið þitt hverjir yrðu þeir ?
Númer 1. HAY Tray table, Fæst í Epal.
Númer 2. PH 3½-3 kopar ljósið, fæst einnig í Epal.
Númer 3. Stelton kopar kaffikanna, fæst í Líf og List.
Númer 4. Legubekkurinn LC4, eftir Le Corbusier, fæst í Casa.
Númer 5. SMEG ísskápur í mintugrænum lit, fæst í Eyrberg.




Eins og þið sjáið hefur Brynhildur dýran og classy smekk. En hvar sér hún sjálfa sig í framtíðinni ?

- Ég stefni á nám í grafískri hönnun. Ég er mjög heit fyirr því að fara út í nám. Svo er bara spurning hvað ég geri að námi loknu, en ég held að það séu fullt af frábærum möguleikum í boði og ég bíð bara spennt.



Brynhildur býr í fallegri blokkaríbúð í Grafarvoginum og er með einstaklega flottan og fjölbreyttan stíl.  Hún er með gott hugmyndaflug þegar kemur að útstillingum og að gefa gömlum hlutum nýtt og betra líf.  Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég fékk að smella af útstillingum heima hjá henni.
Hún bjó sjálf til plaggat og setti í ramma, kemur einstaklega vel út.

Stóra hausinn keypti hún í ILVU og litlu í Søstrene Grene.

Á veggnum fyrir aftan er hún með Topshop poka, og tvö grafísk plaggöt sem hún gerði sjálf. Topshop pokann dröslaði hún með sér heim frá London, svo glöggt er listamanna auga hennar og sá hún strax notagildi í pokanum. Kimmiedoll er úr ILVU, kertastjakinn er úr Koziol, og hauskúpan er úr Urban Outfitters.

Kertin á bakkanum gerði hún sjálf


Vasar frá Glit
 image
Þessa gifsplatta frá Royal Copenhagen fann Brynhildur í Góða Hirðinum og málaði þá með akrílmálingu. Kemur rosalega fallega út.

Hún er líka rosalega lagin við að gera hálsmen, armbönd og fleira fallegt úr tréperlum.
Hér er pottaleppur eftir hana.

Mögulega fallegasti kökudiskur sem ég hef séð.

Sniðug hugmynd að raða varalitunum í Iittala skál





Kartell lampi, fæst í Líf og list & Casa 



Brynhildur er mjög hrifin af Heico lömpum, þeir gefa frá sér hlýlega birtu.  Printin á veggnum eru eftir Juliu Mai og fást myndirnar í Hrím.


Uppáhalds litirnir hennar Brynhildar eru pastel litir.  



Hér er einn af uppáhalds stöðunum hennar Brynhildar á heimilinu.



Brynhildur er fyrirmyndar hundaeigandi. Litla dekurrófan hennar er þriggja ára Papillon og Poodle blanda sem heitir Noel.  Noel nýtur þess að vera baðaður með öllum bestu snyrivörum fyrir hunda og óhætt er að segja að Brynhildur passi vel uppá að úrvalið sé alltaf nóg.





Ég þakka Brynhildi fyrir spjallið. Þið getið fylgst með henni á Instagram síðunni hennar HÉR og ef þið hafið einhverjar spurningar til hennar er ykkur frjálst að senda henni línu á brynhildurkristin@hotmail.com.