Saturday, March 15, 2014

Friday Funday

Það eru nokkrar manneskjur í lífi mínu sem ég held mikið uppá og myndi gera allt fyrir. Ein af þeim manneskjum er hún mamma mín. Það er því synd að ég búi ekki í sama bæjarfélagi og hún því ég þarf í minnstalagi að heyra í henni einusinni daglega, helst hitta hana líka. Í gær ákváðum ég og Aron að fara í vinnuna til mömmu/ömmu og draga hana með okkur að versla og hafa gaman. Það tókst að sjálfsögðu en fyrst þurfti Aron minn að að heilla allar konurnar í fyrirtækinu þar sem mamma vinnur, hreinlega alveg upp úr skónum með brosinu sínu. Við byrjuðum á því að fara í IKEA. Þar er alltaf gaman að skoða og fundum við sitthvað til að kaupa. Sá stutti græddi heldur betur á mömmu og ömmu. Ég verð að hrósa Ikea aðeins. Ég fattaði allt í einu að ég hafði gleymt skiptitöskunni í bílnum og það var kominn tími til að skipta á lilla. Heyrðu, viti menn. Ikea býður upp á fríar bleyjur í skiptiaðstöðunni, það fannst mér svakalega sniðugt. En ekki var setið við þar, þegar við fórum á veitingasvæðið þá var okkur bent á það að þau bjóða líka upp á frían ungbarnamat í krukkum. ÆÐISLEGT ! Svo settumst við niður og gæddum okkur á brownies og ís og Aron gulrótarmauki. Að því loknu ákváðum við að kíkja í Góða Hirðirinn. Ég hefði getað verið þarna í marga tíma. Mamma tók Aron í sínar hendur og leyfði mér að gramsa og að sjálfsögðu fengu nokkrir hlutir að koma með mér heim í  makeover. Þegar heim var komið grillaði kallinn svo kjúkling og sætar og ég bakaði þessar fínu súkkulaðimuffins með vanillukremi í eftirrétt. Svona ættu allir dagar að vera !


Oooog gersemarnir sem fengu að kom með heim.
Og eftir meikover !


Nú er officially allt orðið svart og háglans hér heima.
Ætti ég kannski að kaupa mér annað sprey... ?



No comments: