Tuesday, March 4, 2014

Sara's Salon ;-)

Bolludagur í gær, sprengidagur í dag og öskudagur á morgun. Nokkrar úr mömmuhópnum ætla að hittast hérn heima hjá mér á morgun og verða öll krílin okkar í búningum að leika sér á meðan mömmurnar spjalla og gæða sér á kræsingum.
Helgin var nú aldeilis dekur. Íris sys og hennar fjölskylda komu í bollukaffi hingað á laugardeginum, við fórum í hádegismat til tengdó á sunnudeginum og svo komu mamma og co um kvöldið og þá pöntuðum við bara pítsu og höfðum það notalegt.
Haukur fer svo aftur að vinna á föstudaginn næsta, eftir að hafa verið í mánaðar fæðingarorlofi með mér. Mig langar að grenja yfir tilhugsuninni. Vildi að hann gæti bara alltaf verið heima og enginn þyrfti að vinna eða fara í leikskóla/skóla. En það fer nú aldeilis ekki allt eftir mínu höfði, svo mikið er víst.
En að öðru..

Núna í sumar eru 2 ár síðan ég útskrifaðist úr snyrtiskólanum sem snyrtifræðinemi. Hálfu ári seinna varð ég svo ófrísk af Aroni svo að ég hef ekkert getað unnið við snyrtifræðina af viti eins og mig hefði langað. En auðvitað finnst mér það mikið mikilvægara að vera heima með strákinn og ætla mér að reyna að vera eins lengi heima með hann og ég get. Helst bara þar til hann byrjar á leikskóla !

En í gær fór ég í heildsölu S.Gunnbjörnsson og verslaði mér smá nauðsynjar. Kom svo heim og setti upp mitt eigið mini ''salon'' hérna heima og var ekkert lítið hreykin ! Svo fékk kallinn fótsnyrtingu og nudd um kvöldið og ekki kvartaði hann nú yfir því.



No comments: