Friday, March 28, 2014

Innlit til Brynhildar


Góðvinkona mín hún Brynhildur Kristín hefur einstaklega skemmtilegan stíl og góðan smekk á hlutum.  Ég kynntist Brynhildi þegar við byrjuðum í menntaskóla og urðum við fljótt perluvinkonur.  Hún hefur alltaf haft gott auga fyrir fallegum hlutum og því sem er inn hverju sinni.  Hún útskrifaðist árið 2011 úr Borgarholtsskóla og stundar núna nám við hönnunar og handverksskkólann á almennri hönnunarbraut.  Ég fékk að taka smá viðtal við hana og leyfi til að sýna ykkur nokkrar myndir af heimilinu hennar og fallegum útstillingum.


Áttu þér einhvern uppáhalds hönnuð?
- Ég er hrifin af mörgum og á mér kannski ekki einn uppáhalds.  En ég er t.d rosalega hrifin af Le Corbusier, hann hefur gert marga fallega og tímalausa hluti sem að eru mjög ofarlega á mínum óskalista.  Svo er ég líka mjög hrifin af skandínavískri hönnun.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum heima hjá þér ?

- Ég blanda rosalega mikið saman, og sanka af mér dóti héðan og þaðan. Mér finnst mjög gaman að blanda saman gömlum og nýjum hlutum svo stíllinn er rosalega mikið bland í poka. Mér finnst það heimilislegra og hlýlegra fyrir vikið.



Hverjar eru top þrjár verslanirnar þínar ?
- Mér finnst ekkert leiðinlegt að fara í Epal og Casa og láta mig dreyma. Svo þær eru klárlega top 2 uppáhalds. En búðirnar sem ég versla hvað mest í á Íslandi eru Ilva, Líf og list, Hrím, Søstrene Grene, Tiger og svo má ekki gleyma Góða hirðinum, mér finnst fátt jafn skemmtilegt og að kíkja á nytjamarkaði.

Hvað er uppáhalds hluturinn þinn ?
- Úff, mér þykir eiginlega vænt um allt sem ég á. Enda er ég mesti safnarinn. En það sem mér þykir vænst um er gamall antík skápur sem ég erfði eftir ömmu mína.

Antík skápurinn sem Brynhildur erfði eftir ömmu sína.
Stytturnar ofan á skápnum eru eftir Guðmund frá Miðdal.



Hvað kaupir þú alltaf þó þú eigir nóg af því ?

- Ég er algjör sökker fyrir kertastjökum og lömpum. Ég held ég eigi nóg af þeim út lífið og það er alltaf að bætast í safnið.



Ef þú mættir velja þér fimm hluti inn á heimilið þitt hverjir yrðu þeir ?
Númer 1. HAY Tray table, Fæst í Epal.
Númer 2. PH 3½-3 kopar ljósið, fæst einnig í Epal.
Númer 3. Stelton kopar kaffikanna, fæst í Líf og List.
Númer 4. Legubekkurinn LC4, eftir Le Corbusier, fæst í Casa.
Númer 5. SMEG ísskápur í mintugrænum lit, fæst í Eyrberg.




Eins og þið sjáið hefur Brynhildur dýran og classy smekk. En hvar sér hún sjálfa sig í framtíðinni ?

- Ég stefni á nám í grafískri hönnun. Ég er mjög heit fyirr því að fara út í nám. Svo er bara spurning hvað ég geri að námi loknu, en ég held að það séu fullt af frábærum möguleikum í boði og ég bíð bara spennt.



Brynhildur býr í fallegri blokkaríbúð í Grafarvoginum og er með einstaklega flottan og fjölbreyttan stíl.  Hún er með gott hugmyndaflug þegar kemur að útstillingum og að gefa gömlum hlutum nýtt og betra líf.  Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég fékk að smella af útstillingum heima hjá henni.
Hún bjó sjálf til plaggat og setti í ramma, kemur einstaklega vel út.

Stóra hausinn keypti hún í ILVU og litlu í Søstrene Grene.

Á veggnum fyrir aftan er hún með Topshop poka, og tvö grafísk plaggöt sem hún gerði sjálf. Topshop pokann dröslaði hún með sér heim frá London, svo glöggt er listamanna auga hennar og sá hún strax notagildi í pokanum. Kimmiedoll er úr ILVU, kertastjakinn er úr Koziol, og hauskúpan er úr Urban Outfitters.

Kertin á bakkanum gerði hún sjálf


Vasar frá Glit
 image
Þessa gifsplatta frá Royal Copenhagen fann Brynhildur í Góða Hirðinum og málaði þá með akrílmálingu. Kemur rosalega fallega út.

Hún er líka rosalega lagin við að gera hálsmen, armbönd og fleira fallegt úr tréperlum.
Hér er pottaleppur eftir hana.

Mögulega fallegasti kökudiskur sem ég hef séð.

Sniðug hugmynd að raða varalitunum í Iittala skál





Kartell lampi, fæst í Líf og list & Casa 



Brynhildur er mjög hrifin af Heico lömpum, þeir gefa frá sér hlýlega birtu.  Printin á veggnum eru eftir Juliu Mai og fást myndirnar í Hrím.


Uppáhalds litirnir hennar Brynhildar eru pastel litir.  



Hér er einn af uppáhalds stöðunum hennar Brynhildar á heimilinu.



Brynhildur er fyrirmyndar hundaeigandi. Litla dekurrófan hennar er þriggja ára Papillon og Poodle blanda sem heitir Noel.  Noel nýtur þess að vera baðaður með öllum bestu snyrivörum fyrir hunda og óhætt er að segja að Brynhildur passi vel uppá að úrvalið sé alltaf nóg.





Ég þakka Brynhildi fyrir spjallið. Þið getið fylgst með henni á Instagram síðunni hennar HÉR og ef þið hafið einhverjar spurningar til hennar er ykkur frjálst að senda henni línu á brynhildurkristin@hotmail.com.





No comments: