Friday, March 7, 2014

Jarðaberja jógúrt með súkkulaði múslí og kókos

Ég var ekki par hrifin þegar ég vaknaði við vekjaraklukkuna hans Hauks klukkan 04.30 í morgun. Trúi ekki að þessi mánuður sé liðinn strax sem hann var í fríi. En ég og Aron kúrðum okkur bara til níu meðan pabbinn fór að vinna fyrir heimilinu. Það er ennþá allt á kafi í snjó svo við slepptum göngu í dag. Í staðinn fór sá stutti bara út í vagn klukkan ellefu og sefur þar ennþá. Ég útbjó mér á meðan morgun/hádegismat og að þessu sinni var það jógúrt í hollari kantinum. Og vá hvað ég kom sjálfri mér á óvart þarna. Þetta verður allavega morgunmaturinn minn þar til ég fæ leið á honum og prófa eitthvað annað sniðugt.







Ég byrjaði á því að setja lúku af frosnum jarðaberjum í pott með vatni og hitaði á lágum hita. Ekki sjóða vatnið, þetta er eingöngu til að þýða jarðaberin svo að jógúrtið verið ekki að ''smoothie''.



Þegar jarðaberin eru þiðin og orðin mjúk þá sigta ég þau og passa að sem minnstum vökvi sé eftir. Gott að leyfa þeim að standa aðeins í sigtinu svo það leki sem mest úr þeim. Svo blanda ég þeim í skál, saman við sirka háfa dollu af grísku jógúrti og 2 msk af agave sýrópi (eða eftir smekk). Og svo nota ég ofur gula töfrasprotann minn og mixa allt saman þar til engir kekkir eru eftir og jógúrtið orðið slétt og mjúkt. Þess má geta að þessi töfrasproti er í kringum tólf ára gamall, pabbi keypti hann á gula tímabilinu sínu, ásamt töfrasprotanum keypti hann gula diska og hnífapör og gaf mér svo gulan geislaspilara í afmælisgjöf sem mér fannt mjög svo flott á þeim tíma. Og svo endaði þessi snilldar græja í mínum höndum þegar ég flutti úr foreldrahúsum og hefur hann gagnast mér í hinu og þessu.



Svo toppaði ég þetta með lífrænu súkkulaði múslí og kókosflögum. 
Ef þið eruð að lesa þetta og eigið eftir að fá ykkur morgunmat þá go for it.
Tekur innan við 10 mínútur og er svoooo gott.







No comments: