Wednesday, March 5, 2014

Sumar 2014

Ég sem hélt að það væri komið vor. Um síðustu helgi var veðrið svo gott að ég fékk meira að segja smá sumarfíling. Við Haukur keyptum okkur kjöt á grillið og grilluðum eitt kvöldið og höfðum það gott. En svo kom snjórinn. Sumarið í fyrra var nú ekki uppá marga fiska. Reynar var ég bara örlítið sátt við það að hafa ekki steikjandi hita allt sumarið því kasólétta ég fór ekki út úr húsi ef það fór yfir tíu gráðurnar. Það var einfaldlega of heitt !

En nú er öldin önnur og ég get ekki beðið eftir að skottast um á stuttbuxunum og sandölum út um allt land í sumar. Stefnan er sett á norðurland og austurland í júní og svo aðeins vestur í ágúst. Mikið verður gaman að upplifa fyrsta sumarið með kútnum mínum sem verður á svo skemmtilegum aldri.
Nú stóla ég á þig, elsku veðurguð..

En fyrst á dagskrá er að koma sér í form fyrir sumarið og það byrjar núna. Er hætt að vera ''góð'' við sjálfa mig, í burtu með óléttufæðingarorlofsfituna og aftur í fyrra form. Ekki væri nú verra að getað verslað smá sumar must haves. Maður má leyfa sér að dreyma allavega í bili.





                       





No comments: