Friday, February 21, 2014

DIY svartir háglans kertastjakar

Í dag kíktum við Haukur og Aron Sölvi á markað hérna í Keflavík sem að stendur yfir allar helgar og eru með allskonar dót til sölu, gamalt og nýtt. Svona eins og mini Kolaport. Ég ætlaði mér nú ekki að kaupa neitt heldur bara kíkja og skoða. En ég gerði heldur betur góð kaup og fann mér þessa þrjá fallegu antík kertastjaka. Ég prúttaði þá niður í 1.500 kr. sem ég var nokkuð sátt með. Eftir það hoppaði ég inn í Byko og keypti mér svart háglans sprey. Þegar heim var komið fór ég út í bílskúr og spreyjaði þessar gersemar og svei mér þá ef ég er ekki bara svolítið mikið ánægð með þá.
Hér sjáið þið útkomuna.

Fyrir breytingu






Hvað finnst ykkur ?





2 comments:

Unknown said...

sjúklega flottir hjá þér !!

Unknown said...

Þeir eru sjúklega flottir hjá þér !!